fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Rússneski sendiherrann í Póllandi fékk kaldar móttökur í kirkjugarðinum í dag

Pressan
Mánudaginn 9. maí 2022 14:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski sendiherrann í Póllandi fékk heldur kaldar móttökur í dag þegar hann mætti í kirkjugarð þar sem hermenn rauða hersins, sem féllu í síðari heimsstyrjöld, eru jarðaðir.

Hann var mættur í kirkjugarðinn til að leggja blóm á leiði hermanna í tilefni að „Sigurdeginum“ sem er haldinn til að fagna deginum þegar þýskir nasistar voru sigraðir, en dagurinn er stórhátíð í Rússlandi og fagnað þar í landi með pompi og prakt.

Þegar sendiherrann, Sergey Andreev, mætti að kirkjugarðinum biðu hans hundruð aktívista sem eru andvígir stríði Rússa gegn Úkraínu. Fyrst gripu mótmælendurnir blómin sem sendiherrann ætlaði að leggja og tröðkuðu á þeim. Síðan skvettu þeir rauðri málningu yfir hann.

Mótmælendur héldu á úkraínskum fánum og kölluðu „fasistar“ og „morðingjar“ að sendiherranum.

AP fréttastofan greinir frá og segir að innanríkisráðherra Póllands hafi ráðlagt Andreev að sleppa því að mæta með blóm í kirkjugarðinn. Mótmælendur hafi mátt koma saman og skiljanlegt sé að úkraínskar konur, sem voru í hópnum og eru giftar mönnum sem eru að verja heimaland sitt, væru í uppnámi.

Talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, hefur fordæmt atvikið. Hún segir að Rússar muni verða óttaslegnir á meðan „fólkið í evrópu ætti að vera hrætt við að sjá sína eigin spegilmynd.“

Hún segir að enn og aftur hafi „aðdáendur ný-nasista sýnt sín réttu andlit“ og að atvikið sé dæmi um endurvakningu fasisma.

Nú velta menn því fyrir sér hvort atvikið verði til þess að Rússar kalli sendiherrann sinn aftur heim frá Póllandi og geri pólska sendiherranum að yfirgefa Rússland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn