Todd Boehly sem að öllum líkindum verður nýr eigandi Chelsea ætlar sér að setja fjármuni í leikmannakaup í sumar.
Boehly og hans teymi er nú í viðræðum um að ganga frá kaupum á félaginu sem Roman Abramovich á í dag.
Allar eigur Roman eru frystar í Bretlandi og sökum þess er félagið til sölu. Boehly er eigandi LA Dodgers og þekkir því rekstur íþróttafélaga.
Boehly var mættur í stúkuna á Stamford Bridge um helgina og sá liðið gera 2-2 jafntefli við Wolves á heimavelli.
Boehly borgar 4,25 milljarða punda fyrir Chelsea en hluti af því fer í að byggja upp heimavöll og æfingasvæði félagsins.
Daily Mail segir að Boehly vilji ganga frá kaupunum sem fyrst til að geta komið með fjármuni fyrir Thomas Tuchel stjóra Chelsea til að kaupa leikmenn í sumar.