Brandon Williams varnarmaður Manchester United var í vondu skapi í gær eftir að hafa fallið með Norwich City úr ensku úrvalsdeildinni.
Williams hefur verið á láni hjá Norwich í ár en liðið tapaði 4-0 gegn West Ham í gær.
Stuðningsmenn Norwich voru reiðir eftir leik og virtust nokkrir hafa fylgt Williams eftir leik að heimili hans.
Williams birti mynd af sér að gefa fólki fingurinn og bað fólk um að róa sig.
Skömmu síðar birti svo Williams myndir af hundunum sínum og lét fólk vita að þeir væru alltaf vakandi. Túlka margir þetta sem hótun frá Williams. Norwich hefur rætt við bakvörðinn um málið en honum verður ekki refsað.
„Fyrir fólkið sem fylgdi mér heim, þá er þessi alltaf vakandi,“ skrifaði Williams.