fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Þóra tapaði áfrýjuninni í Landsrétti – Páley og Eyþór ekki vanhæf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. maí 2022 11:04

Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli sem Þóra Arnórsdóttir fréttamaður höfðaði, þar sem þess var krafist að starfsmenn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrðu dæmdir vanhæfir til að rannsaka Samherja-símamálið. Þóra áfrýjaði úrskurði héraðsdóms til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn.

Fréttablaðið greinir frá þessu.

Þóra vísaði til ummæla Eyþórs Þorbergssonar, staðgengils lögreglustjóra, í greinargerð til dómstólsins, sem og ummæla hans í fjölmiðlum í kjölfar úrskurðar í málinu. Ummælin þóttu óheppileg og óviðeigandi en ekki til þess fallin að valda vanhæfi við rannsókn málsins, að mati Landsréttar.

Þóra er ein fjögurra blaðamanna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókninni og hafa verið kallaðir til yfirheyrslu. Yfirheyrslurnar hafa tafist vegna dómsmála en áður hefur Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Stundinni, látið reyna á lögmæta aðgerða lögreglunnar við rannsókn málsins fyrir dómstólum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi