Stjörnuhjónin Priyanka Chopra og Nick Jonas birtu fyrstu myndina af dóttur þeirra í tilefni mæðradagsins í gær.
Dóttir þeirra kom í heiminn í janúar 2021 og hefur verið á vökudeild síðustu fjóra mánuði. Hún kom tólf vikum fyrir settan dag með aðstoð staðgöngumóður.
View this post on Instagram
„Eftir rúmlega 100 daga á vökudeild er litla stelpan okkar loksins komin heim. Vegferð hverrar fjölskyldu er einstök […] síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en það sem er svo augljóst núna er að hvert augnablik er dýrmætt og fullkomið.“
Foreldrarnir þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir alla hjálpina.