Cristiano Ronaldo framherji Manchester United hefur látið samherja sína vita að hann ætli sér að halda áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.
Ensk blöð segja frá en hann hefur þó þann varnagla að Erik ten Hag vilji halda í sér.
Ronaldo er 37 ára og hefur verið öflugur á tímabilinu, einn af fáum hjá United sem geta labbað frá borði með höfuðið hátt.
„Ronaldo hefur sagt leikmönnum að hann ætli ekki að fara neitt nema að félagið vilji losa hann,“ segir heimildarmaður enskra blaða.
Ronaldo er einn besti fótboltamaður sögunnar en hann fagnar 38 ára afmæli sínu á næsta ári.