Hvorki hann né nokkur annar í skólanum hefði getað ímyndað sér hvað gerðist mánuði síðar. Þá barst bréf til Thomas skrifað af Zelenskyy sjálfum.
Breska menntamálaráðuneytið skýrði frá þessu á Twitter.
The Ukrainian president @ZelenskyyUa has replied to a note from a 12-year-old boy from County Durham, saying, “what you say in your letter and what the United Kingdom does to support brings a smile to my face and to many others.”@UkrEmbLondon @Ukraine pic.twitter.com/DTg3ur6JtL
— Department for Education (@educationgovuk) May 5, 2022
Fram kemur að starfsfólk flóttamannamiðstöðvar einnar í Póllandi, þangað sem sendingin frá skóla Thomas barst, hafi fundið bréfið og ákveðið að senda það áfram. Það var gert og á einhvern hátt rataði það til Zelenskyy sem fann sér smá tíma í þétt setinni dagskrá sinni til að svara Thomas.
„Það, sem þú segir í bréfi þínu, og það sem Bretland hefur gert til að styðja, kallar fram bros hjá mér og mörgum öðrum,“ segir meðal annars í bréfi forsetans.
Að vonum átti Thomas erfitt með að trúa eigin augum þegar bréfið barst. „Hann vill ekki sleppa bréfinu. Þetta kom honum algjörlega í opna skjöldu“ sagði Robin Haddon, kennari hans, í samtali við ITV.
„Fyrstu viðbrögð hans voru að sýna öllum í skólanum þetta. Hann gekk á milli bekkja. Þetta er svo ótrúlegt. Við erum svo ótrúlega stolt,“ bætti Haddon við.