fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Langvarandi stríð getur raskað áætlunum um Marshall-aðstoð fyrir Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 09:00

Þetta fjölbýlishús í Kyiv skemmdist mikið í árás Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyðileggingin í Úkraínu er gríðarleg og er ástandið sérstaklega slæmt í austurhluta landsins. Langvarandi stríð eða rússneskt hernám mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Samkvæmt útreikningum Kyiv School of Economics þá eykst tjónið um sem nemur 640 milljörðum íslenskra króna á viku og er tjónið talið vera komið upp í sem nemur um 13.000 milljörðum íslenskra króna frá því að innrásin hófst.

Rússar hafa skotið flugskeytum og varpað sprengjum víða um landið, til dæmis á flugvelli og lestarstöðvar.

Í höfuðborginni Kyiv og nærliggjandi svæðum er lífið smám saman við að komast í fyrra horf en úkraínskum varnarsveitum tókst að hrekja rússneskar hersveitir frá borginni og nærliggjandi svæðum. En í austurhluta landsins er staðan önnur því þar herja Rússar og reyna að leggja land undir sig.

Þessa dagana eru hörðustu orusturnar í Donbas en Rússar leggja mikla áherslu á að ná héraðinu á sitt vald. Ef þeim tekst það eða ef um langvarandi stríð verður að ræða verður erfitt að hrinda efnahagslegri endurreisn í gang.

Olga Pindyuk, sérfræðingur í málefnum Úkraínu og hagfræðingur hjá austurrísku hugveitunni Vienna Institute for International Economic Studies, segir að ef niðurstaða stríðsins verði einhver önnur en augljós sigur Úkraínu þá verði Donbas væntanlega svæði þar sem mikil hætta verði á vígvæðingu beggja landa eða þá að svæðið verði hersetið af Rússum. Í báðum sviðsmyndum verði efnahagslegt útlit svæðisins dökkt.

Um þriðjungur Donbas, þar á meðal borgirnar Donetsk og Luhansk, hafa verið á valdi aðskilnaðarsinna frá 2014 en þeir njóta stuðnings Rússa og lúta í raun stjórn þeirra.

Í skýrslu Vienna Institute for International Economic Studies frá 2020 um efnahagslegar afleiðingar stríðsins í Donbas á árunum 2014 til 2015 segir að efnahagslegur samdráttur í Donbas hafi verið 50% á fyrsta árinu eftir að stríðið braust út. Óttast hugveitan að svipað verði upp á teningnum að þessu sinni og að mestra áhrifa muni gæta í austurhluta landsins.

Voldomyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, hefur margoft gert umheiminum ljóst að úkraínska ríkisstjórnin sé farin að huga að endurreisn og enduruppbyggingu landsins.

Ekki liggur fyrir hvað stríðið mun kosta í heild annað en að það verður mjög dýrt. The Guardian segir að samkvæmt áætlun frá Kyiv School of Economics muni kostnaðurinn vegna stríðsins geti orðið sem nemur allt að 85.000 milljörðum íslenskra króna eða fjórum sinnum meira en verg þjóðarframleiðsla Úkraínu.

Inni í þessari tölu er kostnaður við enduruppbyggingu og afleidd áhrif á efnahag landsins og kostnaðurinn við að rúmlega 10 milljónir landsmanna hafa hrakist frá heimilum sínum, hafa flúið til útlanda eða eru á flótta innanlands.

Fjárfesting af þessari stærðargráðu krefst alþjóðlegra aðgerða sem muni einna helst minna á bandarísku Marshall-aðstoðina að síðari heimsstyrjöldinni lokinni.

Ef Rússar halda yfirráðum í austur- og suðausturhluta landsins eða leggja meira land undir sig áður en stríðinu lýkur mun endurreisnin þar verða erfið. Vandséð er að Rússland, sem Vesturlönd beita hörðum refsiaðgerðum og á í erfiðleikum efnahagslega, geti fundið fjármuni til verkefnisins. Þess utan er vandséð að pólitískur vilji verði meðal ráðamanna í Kreml fyrir að veita fjármunum í enduruppbyggingu í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“