Maðurinn, sem var í mjög annarlegu ástandi, var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Hann mun hafa ógnað starfsmanni verslunarinnar og krafið hann um sígarettupakka sem hann fékk.
Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot á hárgreiðslustofu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hurð hafði verið spennt upp og farið inn og rótað. Ekki liggur fyrir hverju var stolið.
Í Kópavogi var tilkynnt um umferðaróhapp á tíunda tímanum. Þar hafði bifreið verið ekið á vegg. Loftpúðar hennar sprungu út og hlupu ökumaður og farþegar á brott. Þeir komu aftur á vettvang skömmu síðar og ræddu við lögregluna. Ökumaðurinn sagðist hafa misst stjórn á bifreiðinni og orðið hræddur.
Á ellefta tímanum var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Maður sagðist hafa verið í bifreið sinni á bifreiðastæði þegar tveir menn komu þar að. Þegar maðurinn steig út úr bifreiðinni réðust mennirnir að sögn á hann og létu högg og spörk dynja á honum. Hlaut hann áverka við árásina. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðstoðar á bráðadeild. Málið er í rannsókn.