Leiknir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Bestu deild karla í kvöld.
Víkingar eru mjög ósáttir með Þorvald Árnason, dómara leiksins. Liðið vildi fá tvö víti, jafnvel þrjú, í leiknum og virtist hafa nokkuð til síns máls.
„Hann er algjörlega brjálaður, fyrst út af úrslitunum en hann átti að fá klár tvö víti,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í setti eftir leik.
Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, tók einnig til máls á Twitter um dómgæsluna. „Við verðum að fá VAR í þetta. Ef ég vissi ekki hversu stálheiðarlegur okkar bolti er á Íslandi þá myndi ég halda að þetta væri fixað uppi í Breiðholti,“ skrifaði Hjörvar.
Við verðum að fá VAR í þetta. Ef ég vissi ekki hversu stálheiðarlegur okkar bolti er á Íslandi þá myndi ég halda að þetta væri fixað uppí Breiðholti.
Doc helgaruppgjör strax eftir leik.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 8, 2022
Íslandsmeistarar Víkings eru aðeins með sjö stig eftir fimm leiki í Bestu deildinni.