fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Tveir íslenskir hópar á Grænlandsjökli – Sofið í dúnúlpu í svefnpokanum og haldið upp á sextugsafmæli

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. maí 2022 18:44

Mynd/Facebook/Grænlandsjökulsleiðangur Arctic Hiking

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir íslenskir leiðangrar eru nú að þvera Grænlandsjökul og vildi svo til að hóparnir hittust í dag. Um er að ræða átta manna hóp á vegum Vertu úti sem Vilborg Arna Gissurardóttir og Brynhildur Ólafsdóttir leiða, og svo sex manna hóp á vegum Arctic Hiking sem Einar Torfi Finnsson leiðir.

Hópur Arctic Hiking fer yfir jökulinn frá austri til vesturs en hópur Vertu úti fer frá vestri til austurs.

„Í dag hittust íslensku leiðangrarnir tveir á jöklinum og hafði leiðangur Vertu úti undirbúið sérstakt skemmtiatriði af því tilefni. Þaulæfða söng- og hringdanssýningu sem mikil natni og elja hefur farið í síðustu daga undir agaðri stjórn Sibylle Köll, leikstjóra leiðangursins. Okkur hefur ekki borist til eyrna tíðindi af fundinum en miðað við gps ferla beggja leiðangra virðist fundurinn ekki hafa staðið lengur en í klukkustund,“ segir á heimasíðu Vertu úti þar sem reglulega eru birtar fréttir úr ferðinni.

Sjá einnig: Íslenski hópurinn greinir frá „ólýsanlegum hryllingi“ á Grænlandsjökli

Þar segir einnig frá veðrinu og að í dag hafa það verið með besta móti. „Í gær var svo hlýtt þegar þau vöknuðu að þau þurftu næstum ekki að renna upp dúnúlpunni þegar tjöldin voru tekin niður. Dagarnir á undan hafa verið hrímkaldir og kaldasta nótt leiðangursins leið fyrir 2 dögum en þá sváfu allir í dúnúlpum og dúnbuxum ofan í dúnsvefnpokum.“

Mynd/Facebook/Grænlandsjökulsleiðangur Arctic Hiking

Hópur Arctic Hiking heldur úti Facebooksíðu þar sem fylgjast má með fréttum úr leiðangrinum. Hér má ennfremur fylgjast með fréttum frá þeim á ensku.

Í gær vildi svo til að einn úr hópnum, Ágúst Jóel Magnússon, fagnaði sextugsafmæli og þetta hafði verið undirbúið með því að taka með góðgæti sem neytt var í afmælisveislunni á jöklinum – súkkulaði og þurrkað kjöt, eða beef jerky.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn