Bayern Munchen tók á móti Stuttgart í þýsku efstu deildinni í dag.
Tiago Tomas kom gestunum yfir á 8. mínútu. Bayern jafnaði á 35. mínútu þegar Konstantinos Mavropanos setti boltann í eigið net.
Thomas Muller kom heimamönnum svo yfir undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 2-1.
Sasa Kalajdzic jafnaði fyrir gestina á 52. mínútu leiksins.
Undir blálokin fékk Kingsley Coman í liði Bayern rautt spjald. Meira var ekki skorað. Lokatölur 2-2.
Bayern er þegar orðið meistari en Stuttgart er í fallbaráttu. Liðið er þremur stigum frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina.