Jurgen Klopp var fremur brattur eftir leikinn gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þrátt fyrir að hafa misstigið sig í toppbaráttunni.
Leiknum í kvöld lauk 1-1. Liverpool er með jafnmörg stig og Manchester City á toppi deidlarinnar. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða.
„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna og baráttuandann sem við sýndum á móti frábærum andstæðingi,“ sagði Klopp.
Hann var ánægður með viðbrögð leikmanna eftir að þeir lentu undir með marki Heung-Min Son á 56. mínútu. Luis Diaz jafnaði leikinn fyrir Liverpool þegar stundarfjórðungur lifði leiks. „Við þurftum að vera rólegir og auka pressuna. Það var mjög erfitt en við gerðum það. Þetta eru ekki úrslitin sem ég vildi en þetta er frammistaðan sem ég vildi.“
„Það er svo erfitt að spila á móti liði í heimsklassa og er með heimsklassa stjóra. Þeir fengu viku til að undirbúa leikinn en við spilum á þriggja daga fresti.“
„Það var alltaf að fara að koma svona leikur. Það eru fleiri leikir eftir.“
Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Klopp eftir leik í heild sinni.
"We have a point more than we did at the start of the game, that's a positive thing…"
"We wanted all three, that's not so cool."
Keep going is the message from Jurgen Klopp after a 1-1 draw at home to Spurs.
🎙 @TheDesKelly pic.twitter.com/cmmVE1aHIC
— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 7, 2022