Íslendingaliðin Nimes og Rodez áttu leiki í frönsku B-deildinni í dag.
Elías Már Ómarsson leikur með Nimes en Árni Vilhjálmsson er hjá Rodez.
Nimes tapaði 2-1 gegn Toulouse í dag þar sem Elías var í byrjunarliði. Hann var tekinn af velli þegar tíu mínútur lifðu leiks.
Nimes siglir lignan sjó um miðja deild. Liðið er í níunda sæti með 49 stig.
Rodez vann gífurlega mikilvægan 0-1 sigur á Bastia. Árni var ónotaður varamaður í leiknum.
Eftir sigurinn er Rodez með 40 stig, þremur stigum meira en Quevilly Rouen sem er í átjánda sæti. Þá er markatala Rodez töluvert hagstæðari. Liðið virðist því vera að bjarga sér frá falli.