Torino tók á móti Napoli í fremur tíðindalitlum leik í Serie A í dag.
Fabian Ruiz gerði eina mark leiksins fyrir Napoli á 73. mínútu. Tæpum stundarfjórðungi fyrr hafði Lorenzo Insigne mistekist að koma Napoli yfir af vítapunktinum.
Napoli er í þriðja sæti deildarinnar með 73 stig, 5 stigum á eftir toppliði Inter.
Torino siglir lignan sjó um miðja deild, er í tíunda sæti með 47 stig.