Afturelding tók á móti Grindavík í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í gær. Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og var lítið um opin færi.
Sigurður Gísli Bond Snorrason fékk vítaspyrnu þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum, hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi og kom Aftureldingu yfir. Heimamenn leiddu með einu marki þegar flautað var til hálfleiks.
Gestirnir mættu grimmari út í seinni hálfleik og uppskáru er Aron Jóhannsson jafnaði metin á 71. mínútu með frábæru skoti. Lengra komust þeir ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan hér í kvöld