Þór Akureyri tók á móti Kórdrengjum í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í gær. Jafnræði var á milli liðanna í leiknum og lítið var um opin færi.
Harley Willard reyndist hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og tryggði Þórsurum stigin þrjú.
Markið má sjá hér að neðan.