fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Myndband: Trevor Noah gerði grín að kynþáttfordómum á Íslandi í ljósi nýlegra atvika – „It was the same kid again“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. maí 2022 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn heimsfrægi suður-afríski grínisti, Trevor Noah, skemmti fyrir fullu húsi í Laugardalshöll í gærkvöld og vakti mikla lukku.

Trevor fór háðulegum orðum um það atvik sem henti á dögunum þegar lögreglan hafði tvisvar afskipti af sama 16 ára drengnum er hún leitaði að strokufanga. Ungu mennirnir tveir áttu það eitt sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Síðan þetta gerðist hefur lögreglan undanfarið unnið að aðgerðaáætlun í samvinnu við móður drengsins til að reyna að fyrirbyggja að atvik sem skilgreina má sem „racial profiling“ endurtaki sig.

Sem vænta má fer Trevor yfir þessi atvik á gamansaman og neyðarlegan hátt en lögregla hafði fyrst afskipti af drengnum í strætisvagni og sólarhring síðar er hann var í bakaríi. Voru þessar aðgerðir í kjölfar ábendinga frá sjónarvottum sem skjátlaðist hrapallega. Var spaugilegt að heyra Trevor lýsa því er lögreglan áttaði sig á því að þeir höfðu tekið rangan mann í tvígang.

Trevor á svarta móður en hvítan föður. Hann hefur margsinnis fjallað um kynþáttafordóma og hér má til dæmis sjá er hannn ber saman kynþáttafordóma í S-Afríku og Bandaríkjunum.

DV barst neðangreint myndband frá skemmtuninni í Laugardalshöll þar sem Trevor Noah fer yfir umrætt atvik:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Hide picture