fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Jón Gísli ákærður fyrir árás á unnustu á Akureyri – Setti púða yfir andlit hennar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. maí 2022 09:57

Frá Akureyri. mynd/northiceland.is Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gísli Sigurðsson, sem er fæddur árið 2000, hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás er hann réðst á fyrrverandi unnustu sína á Akureyri þann 25. desember síðastliðinn, kýldi hana margsinnis í líkama og höfuð, reif í hár hennar, sló höfði hennar ítrekað í gólf, borð og veggi, tók hana kyrkingartaki og herti að öndunarvegi hennar. Hann setti síðan púða yfir vit hennar og hótaði ítrekað að ráða henni bana.

Af þessu hlaut konan höfuðverk og svima ásamt eymslum og áverkum víðsvegar á líkamanum.

Jón Gísli er einnig ákærður fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni með því að hafa hringt 61 sinnum í símanúmer ofannefndrar konu og sent 72 smáskilaboð í númerið. Þetta gerði hann í byrjun janúar á þessu ári en lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafði úrskurðað hann í nálgunarbann daginn eftir árásina á konuna.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara gegn manninum undir höndum. Jón Gísli er þar ákærður fyrir samtals átta brot en hin brotin varða akstur undir áhrifum fíkniefna og bílþjófnað. Er annar maður ákærður fyrir samverknað í einu brotanna.

Jón Gísli er með brotaferil að baki og var árið 2020 sakfelldur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir bílþjófnað og umferðarlagabrot.

Aðalmeðferð í málinu verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 23. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum
Fréttir
Í gær

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð