Chelsea tilkynnti nú í nótt að félagið hafi komist að samkomulagi við eignarhaldsfélag leitt af Todd Boehly, eiganda hafnarboltafélagsins LA Dodgers, ásamt Mark Walter, svissneska milljarðamæringnum Hansjoerg Wyss og fjárfestingafélagsins Clearlake Capital um kaup á félaginu.
Félagið hefur verið til sölu frá því að eignir Roman Abramovich, núverandi eiganda þess, voru frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin, Rússlandsforseta.
Nýju eigendurnir munu borga 2,5 milljarða punda inn á frostinn bankareikning. Sú upphæð mun svo renna til góðgerðarmála.
Þá munu 1,75 milljarðar punda til viðbótar fara í fjárfestingar á innviðum félagsins.