fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ítalski boltinn: Inter á toppinn eftir endurkomusigur

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 6. maí 2022 18:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inter tók á móti Empoli í Seria A í dag. Leiknum lauk með 4-2 endurkomusigri Inter.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og kom Andrea Pinamonti liðinu yfir strax á 5. mínútu. Kristjan Asllani gerði sér lítið fyrir og tvöfaldaði forystun á 28. mínútu og heimamenn lentu því tveimur mörkum undir á fyrsta hálftímanum.

Simone Romagnoli varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Empoli á 40. mínútu og kveikti það í heimamönnum. Lautaro Martinez jafnaði metin aðeins fimm mínútum seinna og var jafnt þegar flautað var til leikhlés.

Inter byrjaði seinni hálfleikinn á svipaðan hátt og þeir enduðu þann fyrri og sóttu án afláts. Lautaro Martinez kom Inter yfir á 64. mínútu með flottu skoti og bætti Alexis Sánchez fjórða markinu við í uppbótartíma. Það reyndist lokamark leiksins og mikilvægur sigur Inter í toppbaráttunni staðreynd.

Inter er komið í toppsæti deildarinnar en AC Milan er stigi á eftir og á leik til góða. Empoli er í 14. sæti deildarinnar.

Inter 4 – 2 Empoli
0-1 Andrea Pinamonti (´5)
0-2 Kristjan Asllani (´28)
1-2 Simone Romagnoli, sjálfsmark (´40)
2-2 Lautaro Martinez (´45)
3-2 Lautaro Martinez (´64)
4-2 Alexis Sánchez (´90+4)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur