Manchester City datt úr leik í Meistaradeildinni á ótrúlegan hátt í vikunni. Liðið leiddi 0-1 þegar 89. mínútu voru komnar á klukkuna en Rodrygo skoraði tvö mörk í uppbótartíma og Benzema bætti því þriðja við í framlengingu og tryggði Real Madrid farseðilinn í úrslitaleik keppninnar.
Þetta var í sjötta tímabilið sem Pep Guardiola stýrði Manchester City í Meistaradeildinni og honum hefur ekki enn tekist að vinna keppnina með liðið. Liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þar fyrir Chelsea.
Guardiola var greinilega enn miður sín yfir tapinu á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Newcastle um helgina. Þar sagðist hann ekki vera viss um að hann væri rétti maðurinn.
„Við viljum vinna Meistaradeildina. Kannski er ég ekki nógu góður til þess að hjálpa liðinu að vinna keppnina.“
Will Pep ever win the Champions League again? 😳 pic.twitter.com/OviyNfe4zl
— ESPN FC (@ESPNFC) May 6, 2022