Besta deild kvenna er farin af stað og það eru heldur betur óvæntir hlutir farnir að gerast strax í byrjun. Bæði Breiðablik og Valur, sem hafa einangrað toppbaráttu deildarinnar síðustu ár, hafa tapað leik og vísbendingar um að þeirra framganga í sumar verði ekki eins klippt og skorin og síðustu ár.
Rætt var um Bestu deild kvenna í Íþróttavikunni með Benna Bó þar sem Tómas Þór Þórðarsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, sagðist nánast vona að Valur og Breiðablik töpuðu leikjum.
,,Breiðablik þurfti að hafa ansi mikið fyrir sínu tapi, þær óðu þarna í færum og fengu meira að segja vítaspyrnu en töpuðu leiknum í sömu umferð og Valur tapaði líka. Maður nánast vonar að þessi lið tapi fleiri leikjum, ekki vegna þess að maður hefur eitthvað á móti þeim, maður vill bara að hin liðin séu orðin nógu góð til þess að vinna þau.“
Nánari umræðu um Bestu deild kvenna í Íþróttavikunni með Benna Bó má sjá hér fyrir neðan