Ole Gunnar Solskjær hefur fengið fjölda tilboða á borð sitt eftir að Manchester United rak hann úr starfi í nóvember.
VG í heimalandi hans fjallar um málið og segir að eitt af þessum tilboðum hafi komið frá liði í ensku úrvalsdeildinni. Solskjær hefur hafnað öllum tilboðum hingað til.
Þessi 49 ára norski stjóri var rekinn frá United eftir slakt gengi en hann hafði stýrt liðinu í þrjú ár.
Frá því að Solskjær var rekinn hafa Everton, Leeds, Watford og Burnley rekið stjóra sína. Líklegt er að eitt af þessum liðum hafi boðið Solskjær starf.
VG hefur eftir heimildum að Solskjær hafi viljað bíða eftir sumrinu til að taka að sér starf en hann er einn af þeim sem er orðaður við starfið hjá Burnley.