Fyrsta beina útsending Hringbrautar frá Lengjudeildinni verður í dag þegar Vestri heimsækir Gróttu í fyrstu umferð.
Hringbraut mun í sumar sýna ein leik í beinni útsendingu úr hverri umferð og vera með markaþátt eftir hverja umferð.
Leikur Gróttu og Vestra hefst klukkan 14:00 í dag og verður eins og fyrr segir sýndur beint á Hringbraut.
Markaþáttur deildarinnar er svo á mánudag klukkan 19:30 og er einnig sýndur á Hringbraut.