Valgeir Valgeirsson miðjumaður HK er á leið til danska liðsins Horsens á reynslu. Frá þessu var greint í Þungavigtinni í dag.
Valgeir var á láni hjá varaliði Brentford fyrir um ári síðan en snéri aftur til HK og féll með liðinu úr efstu deild. Valgeir er 19 ára gamall en samningur hans við HK er á enda í haust.
Valgeir hefur átt í viðræðum við Breiðablik og Víking síðustu vikur en fer nú til reynslu í Danmörku.
Valgeir var í byrjunarliði HK sem tapaði gegn Selfoss í Lengjudeildinni í gær. Valgeir á að baki 41 leik í efstu deild.