FH hefur staðfest komu danska miðjumannsins Lasse Petry til félagsins en hann kom til landsins í gær og skrifaði undir.
Petry var samningsbundinn HB Köge í Danmörku eftir að hafa yfirgefið Val eftir sumarið 2020. Petry var magnaður á seinna tímabili sínu á Hlíðarenda.
FH er með þrú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni og þurfti á liðsstyrk að halda en hópurinn var þunnskipaður.
Liðið fékk Davíð Snæ Jóhannsson frá Lecce í gær en liðið leikur gegn Val í Bestu deild karla í kvöld.