fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Ég þakka hvern einasta dag þau forréttindi að vera ennþá lifandi“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 6. maí 2022 12:45

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fáeinum dögum urðu þau merku tímamót í lífi Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, að hún var formlega útskrifuð úr krabbameinseftirliti. Fólk er ekki formlega útskrifað úr eftirlitinu nema það hafi verið við góða heilsu í fimm ár frá lokum meðferðar.

„Það var ekki sjálfgefið að þessum áfanga yrði náð – ég er ein af þeim heppnu – og ég þakka hvern einasta dag þau forréttindi að vera ennþá lifandi,“ segir Hildur í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Í færslunni segist hún vona að sín saga geti verið einhverjum hvatning. „Sögur þeirra sem tapa baráttunni við krabbamein eru reglulega sagðar – en sjaldnar sögur þeirra sem sigra stríðið,“ segir hún. „Fyrir nokkrum árum barðist ég fyrir lífi mínu – með þrjú lítil börn undir sjö ára aldri – í dag sækist ég eftir að verða borgarstjóri Reykjavíkur. Það er nefnilega hægt að rísa upp af botninum og láta drauma sína rætast“

Hildur segist ekki hafa ætlað sér að fjalla sérstaklega um þessi tímamót sín en að þau hafi slysast inn í umræðuna í viðtali sem séra Vigfús Bjarni tók við hana á dögunum. Viðtalið birtist á YouTube-rásinni Hægri hliðin en hægt er að horfa á það í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum