fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Missti báða foreldra sína og litla bróður í flugslysinu – „Svolítið mikið að sjá þrjár kistur í einni jarðarför“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 6. maí 2022 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, sem er í umsjón fyrrum fréttakvennanna Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Yaghi, er flugslysið við Múlakot rifjað upp en lítil einkaflugvél hrapaði þar þann 9. júní árið 2019.

Rætt er við Idu Björg Wessman flugmann í þættinum en hún missti báða foreldra sína og yngri bróður í slysinu. „Eðlilega er þetta náttúrulega svolítið mikið að sjá þrjár kistur í einni jarðarför. Það er smá sjokk held ég fyrir alla. Ég hef í rauninni aldrei hugsað um slysið sem svona heildarpakka,“ segir Ida í upphafi þáttarins.

Fimm voru um borð í flugvélinni sem hrapaði. Foreldrar Idu, þau Ægir-Ib og Ellen Dahl Wessman, og yngri bróðir hennar, Jon Emil Wessman, létust í slysinu en miðjubarnið Thor Ib og kærasta Jons Emils voru flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús.

„Ég hringi til baka og þá segir hann mér að það hafi orðið slys“

Í þættinum lýsir Ida því hvernig hún komst að slysinu. Hún var farin að sofa þegar það varð því hún var að fara í endurkomuþjálfun hjá Icelandair, þar sem hún er flugmaður, hún hafði verið búin að vera í fæðingarorlofi.

„Á þessum tímapunkti bjuggum við í húsi þar sem bróðir mannsins míns og fjölskyldan hans áttu heima fyrir ofan okkur. Hann sem sagt kemur niður, bankar á svefnherbergishurðina og segir að Arnar, maðurinn minn, sé að reyna að ná í mig. Hann er kokkur og var á vakt þetta kvöldið. Ég fer á fætur, hringi í Arnar og þá segir hann við mig að vinur pabba sé að reyna að ná í mig. Ég horfi þá á símann og sé að hann var búinn að hringja í mig, ég hringi til baka og þá segir hann mér að það hafi orðið slys.“

Ida segir að vinur pabba síns hafi ekki sagt mikið meira en bara að það hafi orðið slys. „Hann vildi ekki segja meira hvernig staðan væri, hann segir bara að hann ætli að hringja í mig aftur,“ segir hún. „Það líða einhverjar mínútur eða hálftími og þá segir hann mér að bróðir minn [Thor Ib] sé farinn með þyrlu upp á spítala í Fossvoginum og að báðir foreldrir mínir og Jon Emil hafi látist.“

Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakaði flugslysið og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að slysið mætti rekja til skorts á eldsneyti. Ida kveðst hafa verið afar hissa þegar hún sá niðurstöðurnar. „Mér fannst þetta vera mistök. Þetta eru mistök, það er alveg klárt, alveg sama hver ástæðan á bakvið mistökin er, þá eru þetta mistök,“ segir hún í þættinum.

„Þetta er náttúrulega pabbi minn og ég hef alltaf litið mjög upp til hans og einhvern veginn… jú, jú, maður veit alveg að hann getur gert mistök en þetta eru stór mistök og ég eiginlega… mér fannst þetta mjög skrýtið.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á Spotify og á öðrum hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“