FH-ingurinn og tónlistarmaðurinn, Friðrik Dór Jónsson hefur sent frá sér nýtt lag sem ber heitið Risar.
Um er að ræða stuðningsmannalag fyrir FH sem gefið var út í dag en Friðrik og öll hans fjölskylda tengist FH sterkum böndum.
Jón Rúnar Halldórsson var formaður knattspyrnudeildar FH um langt skeið og bróðir hans Jón Ragnar Jónsson átti farsælan feril með meistaraflokk FH.
Lagið má heyra hér að neðan.