Richard Clark er bílasali sem ríkustu og frægustu leikmenn enska fótboltans versla við. Þeir vilja hins vegar ekki láta sjá sig í sýningarsal hans.
Premier Sports Solutions var stofnað árið 2005 og síðan þá hefur Clark selt yfir þúsund bíla.
Hann selur mest af lúxus bílum, það dýrasta og flottasta er í boði hjá Clark og í það leita leikmenn enska fótboltans.
Flestir af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar vilja ganga frá kaupunum í gegnum WhatsApp eða Instagram. Þeir vilja ekki láta sjá sig í sýningarsal hans þar sem fólk gæti tekið eftir þeim.
„Fótboltamenn leita til okkar, þeir fá ráð frá liðsfélaga sem mælir með okkur. Þeir senda okkur á WhatsApp og við græjum bílinn sem þeir vilja,“ segir Clark.