Jack Grealish leikmaður Manchester City er samkvæmt enskum blöðum að daðra við Love Island stjörnuna, Ekin-Su Cülcüloglu.
Love Island eru gríðarlega vinsælir þættir í Bretlandi og á Íslandi en Ekin kemur frá Tyrklandi.
Grealish fór að elta Ekin á Instagram eftir að greint var frá því að hún væri að fara að taka þátt í nýjustu þáttaröð Love Island.
Grealish hefur sett læk við myndir af Ekin og ensk blöð fjalla nú um málið. Ástarmál Grealish eru oft á vörum enskra blaða.
Stuðningsmenn Manchester City eru ekki á eitt sáttir og kalla eftir því að 100 milljóna punda maðurinn einbeit sér nú frekar að fótboltanum en ástarmálum.
City féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni en liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með eins stig forskot á Liverpool.