fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Telja líklegt að Pútín lýsi yfir stríði á hendur Úkraínu á mánudaginn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 08:01

Það er engin sæluvist fyrir Úkraínumenn ef þeir falla í hendur Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að lýsa yfir stríði á hendur Úkraínu geta Rússar betur tekist á við mörg þeirra vandamála sem þeir glíma við í hernaði sínum í Úkraínu. Þeir hafa ekki lýst yfir stríði og segja að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé að ræða en það setur þeim ákveðnar takmarkanir hvað varðar hernaðinn. Nú vara bandarískar og breskar leyniþjónustustofnanir við og segja að það stefni í að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lýsi yfir stríð á mánudaginn.

Á mánudaginn fagna Rússar sigrinum yfir Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni en þetta er einn stærsti hátíðisdagurinn þar í landi. Stjórnmálaskýrendur og sérfræðingar bíða margir hverjir spenntir eftir ræðu Pútíns á mánudaginn og hvort hann muni nota tækifærið til að lýsa yfir stríði þar sem hernaður Rússa í Úkraínu hefur ekki gengið eins og þeir stefndu að. Hernaðaraðgerð sem átti aðeins að standa í nokkra daga hefur nú staðið vel á þriðja mánuð án þess að Rússar hafi náð markmiðum sínum.

CNN segir að bandarískar og breskar leyniþjónustustofnanir telji nú sífellt líklegra að Pútín lýsi yfir stríði. Það gerist í ljósi vaxandi vandamála þeirra hvað varðar hernaðinn í Úkraínu.

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði nýlega á útvarpsstöðinni LBC að hann telji að Pútín muni lýsa yfir stríði. Hann sé búinn að leggja grunninn að því að geta sagt „sjáið nú til, þetta er stríð gegn nasistum og það sem ég hef þörf fyrir, er fleira fólk. Ég hef þörf fyrir rússneskt fallbyssufóður“. Þarna vísaði hann til vilja Pútíns um að „afnasistavæða“ Úkraínu þar sem forsetinn er gyðingur.

CNN hefur eftir ónafngreindum embættismönnum hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu að stríðsyfirlýsing muni væntanlega auka stuðning almennings við innrásina og muni um leið gera Pútín kleift að kalla varaliðshermenn til starfa sem og senda þá sem gegna herskyldu til Úkraínu en Rússa bráðvantar hermenn þar því mannfall þeirra hefur verið mjög mikið.

Um 280.000 bardagafærir hermenn eru í rússneska hernum. Þar af er talið að 65% þeirra séu í Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið telur að fjórðungur rússnesku hersveitanna sé ekki lengur bardagafær eftir hrakfarirnar í Úkraínu.

The Independent hefur eftir heimildarmönnum, sem standa nærri æðstu yfirmönnum rússneska hersins, að háttsettir embættismenn hafi grátbeðið Pútín um að lýsa yfir stríði til að hægt sé að hefna fyrir hrakfarir rússneska hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar