fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Telur að Pútín geti notað kjarnorkuvopn og komist upp með það

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 05:59

Orka á við 25 milljarða kjarnorkusprengja! Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir bíða næsta mánudags með töluverðri eftirvæntingu en þá er Sigurdagurinn í Rússlandi þar sem sigursins yfir Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni er minnst. Vladímír Pútín, forseti, mun ávarpa þjóðina og er talið að hann muni annað hvort lýsa yfir sigri í stríðinu í Úkraínu eða lýsa yfir stríði á hendur Úkraínu.

Talið er að Pútín vilji gjarnan geta sagt þjóð sinni frá sigri í stríðinu, að minnsta kosti geta sagt henni að Donbas hafi verið „frelsað“ og þá ekki síst frá nasistum en Pútín gerir mikið úr því að selja þjóð sinni að stríðið sé tilkomið vegna þess að nasistar ráði ríkjum í Úkraínu. Ef hann lýsir yfir stríði getur hann sent enn fleiri hermenn til Úkraínu, meira fallbyssufóður eins og sumir sérfræðingar hafa sagt, og kallað varaliðshermenn til herþjónustu.

Hvor leiðin sem verður ofan á þá er ljóst að söguleg tíðindi munu eiga sér stað á mánudaginn. Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier sagðist í samtali við Jótlandspóstinn telja að Pútín muni annað hvort lýsa yfir stríði á hendur Úkraínu eða segja rússnesku þjóðinni að hernaðarmarkmiðunum í Úkraínu hafi verið náð. „Óháð því hvaða leið Pútín velur á mánudaginn þá er Rússland úrhraksríki,“ sagði Splidsboel og á þar við að fá ríki vilji eiga í samskiptum við Rússa sem standi mjög einangraðir á alþjóðavettvangi.

Splidsboel sagði að ef Pútín velji fyrri leiðina, að lýsa yfir stríði, muni það hafa enn alvarlegri afleiðingar hvað varðar mannfall og efnahagslega. Þá muni hann hins vegar hugsanlega gera út á að Rússar séu nú ekki bara í stríði við Úkraínu heldur öll Vesturlönd. Þess vegna sé nauðsynlegt að lýsa yfir stríði.

Hvað varðar notkun kjarnorkuvopna sagði Splidsboel að hann telji að Rúsar geti komist upp með að nota taktísk kjarnorkuvopn á vígvellinum. Það eru litlar kjarnorkusprengjur sem er hægt að beita á afmörkuðu svæði.

„Ég held að Vesturlönd muni ekki svara með kjarnorkuvopnum ef Pútín byrjar að nota sín kjarnorkuvopn. Hvað eiga Vesturlönd að gera? Ég á von á að gripið verði til enn fleiri refsiaðgerða og að Rússar verði fordæmdir,“ sagði Splidsboel.

Hann sagði einnig að ef Rússar beiti kjarnorkuvopnum geti það verið afleiðing þess að Vesturlönd hafa blandað sér sífellt meira í stríðið og sendi nú fullkominn vopn til Úkraínu. Ekki síst hafi Bandaríkin verið örlát og fari ekki leynt með að þau láti Úkraínu vopn í té sem og mikilvægar leyniþjónustuupplýsingar en eins og fram hefur áttu upplýsingar frá Bandaríkjunum sinn þátt í að Úkraínumenn sökktu flaggskipi rússneska sjóhersins, Moskvu, og einnig komu þær að gagni við dráp á rússneskum herforingjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti