fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Lengjudeild karla: Fylkir byrjar á sigri – Gary Martin með tvö er Selfyssingar höfðu betur gegn HK

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 5. maí 2022 21:16

Úr leik hjá Fylki. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengjudeild karla hófst í dag og var tveimur leikjum að ljúka rétt í þessu. Fylkir sigraði KV og Selfyssingar höfðu betur gegn HK.

Fylkir tók á móti KV á Wurth vellinum. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti en Ásgeir Eyþórsson kom þeim yfir strax á 8. mínútu. Daði Ólafsson tvöfaldaði forystu Fylkis á 36. mínútu en gestirnir áttu góðar loka mínútur í fyrri hálfleik og jafnaði Grímur Ingi Jakobsson metin á 43. mínútu.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af ágætis krafti og vörðust nokkuð vel. Mathias Laursen skoraði þriðja mark Fylkis á 78. mínútu og reyndist það lokamark leiksins og byrja Fylkismenn Lengjudeildina á sigri.

Fylkir 3 – 1 KV
1-0 Ásgeir Eyþórsson (´8)
2-0 Daði Ólafsson (´36)
2-1 Grímur Ingi Jakobsson (´43)
3-1 Mathias Laursen (´78)

Á sama tíma tók HK á móti Selfyssingum í Kórnum. Leikurinn byrjaði af krafti og voru fyrstu mínútur fyrri hálfleiks stórkostlegar. Gary Martin kom Selfyssingum yfir strax á 5. mínútu og var Gary Martin aftur á ferðinni aðeins þremur mínútum síðar og tvöfaldaði forystu gestanna.

Heimamenn svöruðu í sömu mynt og minnkaði Ásgeir Marteinsson muninn strax á 9. mínútu og jafnaði Hassan Jalloh þremur mínútum síðar. Liðin fengu ágætis færi eftir þessa stórskemmtilegu byrjun en fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

Gonzalo Zamorano kom Selfyssingum yfir á 70. mínútu og reyndu heimamenn hvað þeir gátu að jafna en vörn Selfyssinga stóð vel. Fleiri mörk voru ekki skoruð og 2-3 sigur Selfyssinga staðreynd sem hefja mótið á góðum útisigri.

HK 2 – 3 Selfoss
0-1 Gary Martin (´5)
0-2 Gary Martin (´8)
1-2 Ásgeir Marteinsson (´9)
2-2 Hassan Jalloh (´12)
2-3 Gonzalo Zamorano (´70)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Í gær

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Í gær

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Í gær

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford