Marcus Rashford spilaði ekki mínútu í síðasta heimaleik Manchester United á tímabilinu, í 3-0 sigri gegn Brentford. Roy Keane lét það ekki stoppa sig í að gagnrýna leikmanninn í beinni útsendingu.
„Rashford er hættur að hlaupa. Hann skortir greinilega sjálfstraust. Við vitum að hann er með mikil gæði en við höfum ekki fengið að sjá þau í eitt til tvö ár.“
„Hann hætti að pæla í boltanum meðfram því sem hann hefur verið að gera utan vallarins. Rashford er reyndur leikmaður, hann hefur spilað með landsliðinu.“
„Hann lítur ekki út fyrir að hafa þroskast. Í síðustu leikjum, meira að segja þegar hann spilaði á móti Liverpool, spilaði hann eins og barn. Hann hefur misst allt hungur, þessir ungu leikmenn eiga gríðarlega mikinn pening en með því tapa þeir einbeitingunni.“