Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, kennir Pep Guardiola alfarið um tap Manchester City gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Hamann segir að Pep gefi leikmönnum ekki næga ábyrgð.
Manchester City sigraði fyrri leikinn gegn Real Madrid 4-3 á heimavelli. Enska liðið leiddi 1-0 þegar 89 mínútur voru komnar á klukkuna í gær en þá hófst ótrúleg endurkoma spænska liðsins. Rodrygo skoraði tvö í uppbótartíma og Benzema bætti við því þriðja í framlengingu.
„Ef þú gefur leikmönnum ábyrgð þá haga þeir sér á ábyrgan hátt. En þeir gera það ekki ef þú reynir að spila leikinn fyrir þá,“ sagði Hamann á Twitter síðu sinni.
„Þú vinnur ekki leiki á taktíkinni einni saman. Þegar leikurinn er flautaður af stað þurfa leikmenn að taka ákvarðanir og ekki í fyrsta skipti hefur lið hans tekið ranga ákvörðun á röngum tíma,“ sagði Hamann við Football Daily.
Never seen a team as helpless as City in last 15 minutes. Usually you always get one more chance they never. https://t.co/40rZ8gVLIN
— Didi Hamann (@DietmarHamann) May 5, 2022
If you give players responsibility they act responsible. If you try to play the game for them they won’t. Guardiola suffocates teams and players to make their own decisions. Compare that to Ancelottis or Klopps teams https://t.co/xhNvBlx42a