Söngvarinn vinsæli Lewis Capaldi mætir til Íslands í sumar og heldur tónleika í Laugardalshöll þann 23. Ágúst. Tónleikar sem verða að teljast þeir stærstu á Íslandi eftir að Covid lauk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live.
Fyrsta plata hans, Divinely Uninspired to a Hellish Extent, naut gríðarlegra vinsælda og var mest selda platan í Bretlandi bæði árið 2019 og 2020 – eitthvað sem enginn listamaður hefur gert í sögunni.
Þá hafa lög eins og Somebody you Loved, Before You Go og Bruises notið mikilla vinsælda hér á Íslandi sem og annarsstaðar. Lewis stefnir að því að gefa út nýja plötu í sumar og mun því að öllum líkindum flytja nýtt efni í Laugardalshöllinni í ágúst.
Söngkonan Bríet mun hita upp fyrir Lewis.
Lewis Capaldi setti met þegar hann seldi upp fyrsta tónleikatúrinn sinn á nokkrum sekúndum áður en hann gaf út fyrstu plötuna sína og þá hefur enginn tónlistarmaður í sögunni verið jafn lengi á listanum yfir mest seldu plöturnar í Bretlandi. Lagið Somebody You Loved er jafnframt það lag sem lengst hefur verið á topp 10 listanum yfir mest seldu lögin í Bretlandi.
Miðsalan hefst á www.reykjaviklive.is klukkan 12:00 þann 12. maí