Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, skaut á fyrrum yfirmann sinn, Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham í á blaðamanafundi fyrir undanúrslitaleik Roma og Leicester Sambandsdeild Evrópu.
Mourinho var vikið úr starfi sem knattspyrnustjóri Tottenham þann 19. apríl í fyrra, aðeins sex dögum fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í deildarbikarnum. Ryan Mason, sem þá var 29 ára gamall, stýrði Spurs út tímabilið en hans menn töpuðu úrslitaleiknum gegn City.
„A semi-final gives you the right to play a final…if you’re not sacked!“ 😬
Roma boss Jose Mourinho has again made a reference to when he was sacked by Tottenham before the Carabao Cup final 👀pic.twitter.com/1IlN9gdNyX
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2022
Rúmu ári síðar er Mourinho einum sigri því að keppa til úrslita í Sambandsdeildinni en Roma mætir Leicester í seinni leik liðanna annað kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Englandi.
Aðspurður hversu hungraður Mourinho væri að vinna keppnina svaraði Portúgalinn: „Það er sama með hvern einasta leik. Ég segi alltaf það er aðeins einn leikur sem ég hef ekki unnið og það er næsti leikur. Ég vil þess vegna alltaf vinna næsta leik.“
„Ég vil enn fremur vinna næsta leik ef næsti leikur er undanúrslitaleikur vegna þess að hann gefur að sjálfsögðu rétt á að leika til úrslita – það er ef maður er ekki rekinn fyrir úrslitaleikinn!“ sagði Mourinho.