Roy Hodgson ætlar aftur að hætta eftir að hafa tekið þjálfaraúlpuna af hillunni til að stýra Watford í ensku úrvalsdeildinni.
Watford er svo gott sem fallið úr deild þeirra bestu en Hodgson tókst ekki að snúa við slæmri stöðu liðsins.
Hodgson er 74 ára gamall en hann hætti með Crystal Palace fyrir rúmu ári og ætlaði að hætta í fótbolta en snéri aftur.
„Þetta var samningur til skamms tíma, ég vildi ekki gera neinn lengri samning,“ sagði Hodgson.
„Þetta er heimur sem tekur á, ég á skilið að stíga til hliðar og njóta þess að vera í fríi með eiginkonu og syni.“