fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

KSÍ og Barnaheill í samstarf

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 17:30

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ fer fyrir stjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ og Barnaheill – Save the Children á Íslandi munu á þessu ári hefja tveggja ára samstarf um fræðsluverkefnið Verndarar barna með það að markmiði að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við. Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn verður eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Frá og með næsta hausti fer sérfræðingur frá Barnaheillum í heimsókn til knattspyrnufélaga um allt land. Bundnar eru miklar vonir við þátttöku félaganna og er markmið KSÍ og Barnaheilla að í lok samstarfsins hafi öll aðildarfélög KSÍ fengið heimsókn og fræðslu. Unnið er að útfærslu og skipulagi verkefnisins og á næstu vikum mun KSÍ senda nánari upplýsingar á öll aðildarfélög. Heimsóknin og fræðslan er aðildarfélögum KSÍ að kostnaðarlausu.

Eins og fram kemur í stefnu KSÍ um samfélagsleg verkefni lítur Knattspyrnusamband Íslands á það sem skyldu sína að nýta þann kraft sem býr í knattspyrnufjölskyldunni til að vera virkur þátttakandi í samfélagslegum verkefnum sem gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“
433Sport
Í gær

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“
433Sport
Í gær

Alli óvænt valinn í hópinn

Alli óvænt valinn í hópinn