Treyjan sem Diego Maradona spilaði í þegar hann skoraði eitt frægasta mark fótboltans seldist fyrir rúmar 7 milljónir punda á uppboði.
Maradona skoraði með hendi guðs eins og hann kallaði þegar hann skoraði mark með hendinni gegn Englendingum í átta liða úrslitum á HM 1986.
Maradona og Steve Hodge skiptust á treyjum eftir leik og hefur Hdoge átt treyjuna þangað til í dag.
„Ég hef verið stoltur eigandi af þessari treyju í 36 ár eftir að ég og Diego skiptumst á treyjum eftir leikinn fræga,“ segir Hodge en Maradona skaut Argentínu áfram.
„Það var heiður að spila gegnum eina besta leikmanni í sögunni.“
Hodge fær nú rúman 1,1 milljarð í sinn vasa fyrir treyjuna sem er ágætis búbót.