fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Fer hörðum orðum um Kim Kardashian – „Fáfræðin er ógeðsleg“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. maí 2022 14:00

Lili Reinhart og Kim Kardashian. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Lili Reinhart hefur látið í sér heyra og fordæmt það hvernig ákveðin stjarna fór að því að passa í kjól fyrir hina goðsagnakenndu samkomu, Met Gala, sem haldin var síðastliðið mánudagskvöld.

„Að ganga niður rauða dregilinn og tala síðan um hvað þú ert glorsoltin, því þú ert ekki búin að borða kolvetni í mánuð, allt til að passa í fokking kjól? Svo sjúklega ruglað,“ skrifaði Lili á Instagram.

„Að viðurkenna opinberlega að þú hafir svelt þig fyrir Met Galað, þegar þú veist vel að milljónir ungra einstaklinga líta upp til þín og hlusta á þig. Fáfræðin er ógeðsleg.“

Leikkonan nafngreinir engan í færslunni en kemur varla annað til greina en að hún sé þarna að vísa til raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, en degi áður birti Vogue viðtal við Kim þar sem hún viðurkenndi að hún hefði grennt sig um sjö kíló á þremur vikum til að passa í kjólinn sem sjálf Marilyn Monroe klæddist þegar hún með svo eftirminnilegum hætti söng afmælissönginn fyrir þáverandi Bandaríkjaforseta, John F. Kennedy.

„Ég mátaði kjólinn og hann passaði ekki. Ég horfði á þau og sagði: „Gefið mér þrjár vikur.“ Ég þurfti að missa rúm sjö kíló til að passa í hann. Þetta var áskorun, það var eins og ég væri að undirbúa mig fyrir hlutverk,“ sagði hún í viðtali við Vogue á rauða dreglinum.

Sjá einnig: Kim Kardashian fór í kolvetnasvelti til að geta verið í nokkrar mínútur í sögufrægum kjól Marilyn Monroe

Kim útskýrði nánar hvað hún gerði til að létta sig í lengra viðtali við tímaritið. Hún sagðist hafa klæðst „sauna galla“ (e. sauna suit) tvisvar á dag, hlaupið á hlaupabretti, tekið út allan sykur og kolvetni og aðeins borðað „hreint grænmeti og prótein.“

„Ég svelti mig ekki en ég var mjög ströng,“ sagði hún.

Lili sagðist hafa miklar áhyggjur af skilaboðunum sem stjörnurnar eru að senda ungum og áhrifagjörnum aðdáendum.

„Hættið að styðja þessar heimsku og skaðlegu stjörnur þegar öll þeirra ímynd snýst um líkama þeirra,“ sagði hún.

„Ég er ekki venjulega svona reið manneskja en ég sver til Guðs, þessi iðnaður er stundum svo eitraður að ég missi vitið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram