„Ég vil mæta Madríd, ég verð bara að vera heiðarlegur með það,“ segir Mo Salah um hvaða lið hann vilji mæta í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Liverpool tryggði sér farmiða í úrslitaleikinn í gær en liðið vann samanlagt 5-2 sigur á Villarreal frá Spáni.
Real Madrid tekur á móti Manchester City í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld en City vann fyrri leikinn í Manchester 3-2.
„Manchester City er mjög erfitt lið að mæta, við höfum mætt þeim nokkrum sinnum á þessu tímabili.“
„Fyrir mig persónulega þá vil ég mæta Madrid, við höfum tapað fyrir þeim í úrslitaleik áður. Ég vil mæta þeim og vonandi vinna þá.“