fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Heiðra Eystrasaltslöndin á Ártúnshöfða – Eistlands-, Lettlands- og Litháenbryggja líta dagsins ljós

Eyjan
Miðvikudaginn 4. maí 2022 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár götur við sjóinn í nýju hverfi á Ártúnshöfða fá heitin Eistlandsbryggja, Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Sterk tengsl eru á milli Íslands og Eystrasaltsríkjanna og í höfuðborgum ríkjanna má finna götur og torg kennd við Ísland. Í Vilníus er Íslandsstræti og Íslandstorg eru í Ríga og Tallin. Til að undirstrika gagnkvæm vináttutengsl þjóðanna þykir rétt að nefna þrjár götur á Ártúnshöfða við þessi þrjú Eystrasaltsríki. Þetta var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í morgun en enn fremur var samþykkt tillaga Pawels Bartoszek, formanns ráðsins, um að útbúa upplýsingaskilti um tengsl Íslands og Lettlands á nýnefndu Kiyv-torgi.

Táknræn hlutverk torgsins fara vel saman

Torgið á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið heitið „Kænugarður“ hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir vináttu Íslands og Lettlands og samfélag Letta á Íslandi. Á torginu er verkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettlandi og þakklætisvottur vegna viðurkenningu Íslands á sjálfstæði landsins. Þessi tvö táknrænu hlutverk torgsins, að vera til minnis um stuðning við sjálfstæðisbaráttu Lettlands og að sýna stuðning við íbúa Úkraínu styðja vel við hvort annað.

Rétt þótti að nota tækifærið, nú þegar torgið hefur fengið nýtt nafn, að minna á táknrænt mikilvægi þess fyrir tengsl Íslands og Lettlands og samfélag Letta á Íslandi. Því var lagt til að útbúið yrði upplýsingaskilti þar sem þessi saga væri rakin. Haft verður samráð við sendiráð Lettlands gagnvart Íslandi í Osló varðandi upplýsingatexta skiltisins.

Listaverkið táknar bæði löndin

Lettar lýstu yfir sjálfstæði þann 4. maí 1990 og voru Íslendingar fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Letta árið 1991. Lettar vildu sýna þakklæti sitt fyrir stuðninginn með því að gefa Íslendingum listaverk eftir lettneska myndhöggvarann Paul Jaunzens. Verkið er samsett úr tveimur steinum, neðri steinninn táknar Ísland en sá efri Lettland. Andris Skele, þáverandi forsætisráðherra Letta, afhenti Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra Íslands, verkið þann 19. september 1996. Garðurinn var hannaður sem umgjörð fyrir höggmyndina en Félag skrúðgarðyrkjumeistara gaf vinnu við frágang á svæðinu í tilefni af 30 ára afmæli félagsins, sem unnin var í maí 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!