Samkvæmt áreiðanlegum heimildum 433.is eru FH-ingar langt komnir með að landa tveimur vænlegum bitum. Lasse Petry er á leið til félagsins frá HB Köge í Danmörku og þá er hinn ungi Davíð Snær Jóhannsson á leið til félagsins frá Lecce.
FH hefur undanfarna daga átt í viðræðum við báða aðila og samkvæmt heimildum þokast viðræðurnar vel áfram.
Ekki er öruggt að FH-ingar nái að ganga frá öllum lausum endum fyrir leik liðsins gegn Val á föstudag í Bestu deildinni.
Petry er samningsbundinn HB Köge í Danmörku eftir að hafa yfirgefið Val eftir sumarið 2020. Petry var magnaður á seinna tímabili sínu á Hlíðarenda.
Davíð Snær er 19 ára gamall miðjumaður sem yfirgaf Keflavík í janúar og fór til Lecce í janúar.
FH er með þrú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni og þarf á liðsstyrk að halda en hópurinn sem Ólafur Jóhanneson er með er þunnskipaður.