Það er gríðarleg óvissa í kringum Chelsea og framtíð félagsins nú þegar salan á félaginu virðist í uppnámi.
Vandræði eru að komast í söluna á Chelsea nú þegar Roman Abramovich eigandi félagsins virðist vera að svíkja loforð sitt.
Roman hefur í gegnum árið lánað Chelsea 1,6 milljarð punda. Þegar eigur hans í Bretlandi voru frystar sagðist eigandinn ekki ætla að fara fram á að lánið yrði endurgreitt.
Nú segir Times frá því að Roman vilji fá fjárhæðina endurgreidda en nokkrir aðilar hafa verið að reyna að kaupa Chelsea síðustu vikur.
Núverandi keppnisleyfi Chelsea gildir til 31 maí en takist félaginu ekki að finna nýjan eiganda og leysa flækjuna, er óvíst hvort félagið fái keppnisleyfi í Meistaradeildinin og ensku úrvalsdeildinni.
„Ef það verður ekki farið varlega mun það hafa áhrif á leikmenn og þjálfara. Vonandi finnst lausn sem fyrst,“ sagði Seb Coe sem er einn af þeim sem reynir að kaupa félagið.