fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Sjö klukkustunda svefn er kjörlengd nætursvefns miðaldra og gamals fólks

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. maí 2022 21:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Of lítill svefn hefur neikvæð áhrif á hugræna frammistöðu fólks og andlega heilsu þess. Það sama á við um of mikinn svefn. Sjö klukkustunda nætursvefn er kjörlengd svefns fyrir miðaldra og gamalt fólk.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem náði til tæplega 500.000 manns á aldrinum 38 til 73 ára. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að bæði of mikill og of lítill svefn tengist verri hugrænni frammistöðu fólks og hafi neikvæð áhrif á andlega heilsu, þar á meðal kvíða og þunglyndi.

Rannsóknin leiddi í ljós að það virðist hafa góð áhrif á fólk að svefninn sé alltaf svipaður á lengd.

Barbara Sahakian, prófessor í sálfræði við Cambrige háskóla, sagði að við hverja klukkustund, sem víki frá sjö klukkustunda svefni, versni andlega getan. Það sé augljóst að það sem gerist í heilanum á meðan við sofum skipti mjög miklu máli við að viðhalda bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Hún sagði mikilvægt að fá góðan nætursvefn allt lífið en sérstaklega mikilvægt þegar fólk eldist. „Ég held að það sé jafn mikilvægt og að stunda líkamsrækt,“ sagði hún.

Rannsóknin hefur verið birt í tímaritinu Nature Aging.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést