Science segir að rannsóknin hafi náð til 2.155 hunda og hafi erfðir þeirra verið rannsakaðar. Að auki byggist hún á svörum 18.385 hundaeigenda við spurningalista.
Það voru vísindamenn við University of Massachusetts Chan Medical Schools Fund sem gerðu rannsóknina. Niðurstaða hennar gengur þvert gegn hugmyndum margra um hundategundir og atferli þeirra. Til dæmis hvort þær séu árasargjarnar, hlýðnar eða vinsamlegar.
Vísindamennirnir segja að þrátt fyrir að ákveðnar hugmyndir um hundategundir séu útbreiddar þá skorti mikið á að erfðafræðilegar rannsóknir hafi verið gerðar á tengslum á milli tegundar og hegðunar.
Vísindamennirnir leituðu að venjulegum erfðafræðilegum frávikum hjá tegundunum. Frávikum sem geta sagt til um atferli og hegðun í stórum rannsóknum. Þeir fundu 11 erfðafræðileg frávik sem tengjast hegðun og atferli. Niðurstaða þeirra er að 9% af hegðun og atferli hunda megi rekja til erfða. Aldur og kyn þeirra skipti miklu meira máli hvað þetta varðar.