Rússneski kaupsýslumaðurinn Oleg Tinkov var nýlega neyddur til að selja 35% hlut sinn í Tinkoff Bank. Það voru ráðamenn í Kreml sem neyddu hann til að selja hlutinn í kjölfar ummæla hans þar sem hann gagnrýndi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.
Hann skýrði frá þessu í samtali við The New York Times.
Tinkov gagnrýndi stríðið í færslu á Instagram. Daginn eftir hótaði stjórn Vladímír Pútíns að þjóðnýta bankann ef sambandi hans við Tinkov yrði ekki slitið.